Í fylgd Bakkusar konungs.
27.10.2010 | 21:52
Í þokunni sem umlykur mann
er áfengið flæðir úr hófi.
Skynsemin týnist, púkar leika
lausum hala.
Fegurðin verður öll meiri,
eða kannski rifar maður segl
eitt andartak og útvíkkar
fegurðarskyn sitt.
Látlausar konur verða kynbombur,
lofaðar - ólofaðar.
Siðferðiskenndin skríður í helli sinn.
Gleymist í augnablik,
stundum lengur,
allt fer á flug.
Minnið mann loks svíkur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.