Færsluflokkur: Bloggar

Talandi um pólitíska fanga. „LOL“.

Minni bara á kosningaloforð Obama sem hann gaf í aðdraganda þess að hann var kosinn forseti BNA. Það er einmitt á Kúbu sem hið illræmda fangelsi Guantanamo er staðsett. Þar sem í haldi eru „stríðsfangar“, án nokkura réttinda. Það átti s.s. að verða hans fyrsta verk að loka því, en þar er allt við það sama, slík eru loforð og efndir Obama.

 


mbl.is Obama vill raunverulegar breytingar á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsleikrit öfgana@ObamaOsama:):)

Ekkert lát á bulluganginum í öllu er varðar „stríðið gegn hryðjuverkum“.
Ekki nóg með að aldrei verður hægt að sýna fram á að Bin Laden sé sannarlega ekki lengur á lífi, heldur er reynt að lítillækka hann með öllum ráðum. Eins og ekki sé nú nóg komið. Er ekki kominn tími til að Obama fari að draga herafla sinn heim, hann veldur meiri vanda allstaðar heldur en hann leysir. Og að sjálfsögðu eigum við Íslendingar ekki að styðja og taka þátt í árásarhernaði á hendur öðrum þjóðum, en það gerum við með þáttöku okkar í Nató. Við eigum að endurskoða alvarlega aðild okkar að því varnarbandalagi (árásarbandalagi!).

mbl.is Fundu klám hjá Osama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta hjólin snúast!

Væri ekki ráð að láta þessa peninga í vinnu. Reyna að koma einhverju góðu af stað í atvinnumálum. Nota þá peninga sem til eru innanlands til uppbyggingar í stað þess að vera ofurseld ölmusum úr hendi glæpafyrirtækja eins og AGS (IMF). Skrýtið að ekkert sé hægt að gera hér innanlands nema taka til þess lán að utan, sem reyndar fást hvort eð er ekki í stað þess að nýta þær krónur sem þó eru til.

  


mbl.is Hrein eign lífeyrissjóða nærri 2000 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð!

Ætli megi ekki einmitt rekja óstöðugleika olíverðs til afskiptasemi stjórnvalda BNA á málefnum heimsbyggðarinnar. Íhlutunar þeirra í löndum um allan heim, stríðsrekstur þeirra þar sem þeir draga NATÓ með sér í stríðsleikina með mannréttindi sem yfirvarp! Svo aðeins sé minnst á lítið brot ábyrgðar BNA.

mbl.is Eldsneytisverðið lamar efnahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikrit!

Þvílíkt leikrit sem er í gangi hér. Aldrei hefur verið sannað að Bin Laden hefði verið ábyrgur fyrir árásunum á BNA 9/11 2001. Og hefði ekki einmitt verið gráupplagt að rétta yfir manninum og reyna að leiða hið sanna í ljós. Það er ef það var Bin Laden sem tekin var af lífi í Pakistan og svo varpað í sjóinn sem ekki er að Íslömskum sið! Og ekki á að gera opinberar myndirnar sem teknar voru af hinum meinta Bin Laden. Það er vissulega að nálgast kosningar í BNA en fyrr má nú rota en dauðrota. Leikrit a la Hollywood.

mbl.is Lagði blómsveig á lóð World Trade Center
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví er Ísland í stríði við þjóð í Afríku! // Ísland úr NATÓ!

Eins og allir þeir sem kynna sér málin ættu að renna í grun, að ekki sé nú frekar en oft áður verið fyrst og fremst að vernda líf saklausra borgara í átökum við vondan einræðisherra! Nú hafa evrópskar þjóðir ákveðið að senda sína herforingja á svæðið til að leiðbeina upreisnarmönnum, stýra þeim til sigurs á Gaddafi. Og nú sem svo oft áður er það líklega fyrst og fremst olíuhagsmunir rétt eins og í Írak sem er drifkrafturinn. Eins líka tilburðir Gaddafis að reyna að fá ríki í Afríku til einhverskonar samstarfs og viðskiptabandalags, en slíkt hugnast að sjálfsögðu ekki gömlu herraþjóðunum. Og vissulega er rétt að fordæma notkun á klasasprengjum, sem flest ríki hafa bannað nema; BNA, Rússland og Kína. Aftur á móti eru grunsemdir um að herir NATÓ noti sprengjur og annan vopnabúnað sem í er „Depleted uranium" eða svokallað „rýrt úraníum" og hafi meðal annars bæði notað í Afghanistan og Írak. Afleiðingar þessara vopna og mengunin sem þau skilja eftir sig er hræðileg og viðhelds í umhverfinu í áratugi, meðal afleiðinga er skelfileg líkamslýti og vansköpun nýbura, orsökin mun verða til staðar um langa framtíð. Er það þetta sem við Íslendingar viljum styðja, við sem þykjumst friðelskandi þjóð og stærum okkur af að hafa ekki her o.s.f.v. í okkar landi!
  

mbl.is Frakkar og Ítalir senda hernaðarráðgjafa til Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfðaréttur!

Veit ekki hversu mikill sannleikur er í þessu; en því var hvíslað að mér að þessi ofuráhersla SA og LÍÚ að semja um núverandi kvótakerfi til 50 ára (35+15) sé vegna þess að á þeim tíma sem kerfið hefur verið og á á þessum viðbætta tíma muni myndast lögformlegur erfðaréttur þeirra er nú ráða yfir kvótanum!

mbl.is Ósvífni og hreint ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtaksfúsir menn á krepputímum.

Hví er allt framtak duglegra ræktenda stöðvað, greyið mennirnir að reyna að skapa nýjan iðnað í landi sem þarf einmitt á allri nýsköpun að halda. Og kannski ekki margt sem bendir til þess að þetta efni sé nokkuð verra vímuefni en hið lögleyfða (ríkiseinokaða) áfengi.

Hvernig reisum við landið við ef engin nýsköpun fær þrifist.

Lögleiðum kannabis og græðum á tá og fingri LoL Grin 


mbl.is Fangelsi fyrir kannabisrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keisari Ítalíu :)

Alveg er það með ólíkindum hversu Berlusconi snýr ítalska þinginu sér í vil. Fær það einatt til að breyta löggjöfinni sér í hag. Stjórnar almenningsálitinu í sinn hag með fjölmiðlunum sem flestir eru í hans eigu. Varla verður annað sagt um manninn en að hann sé snillingur á pólitíska sviðinu og sérdeilis fær brellumeistari.

mbl.is Berlusconi mun hætta 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotist undan skuldaklafanum?

Það skyldi þó aldrei vera að samstaða íslendinga gegn órétti fjármálaveldisins yrði til eftirbreytni fyrir þau evrópusambandslönd sem eiga í mestu basli nú um stundir vegna skulda. Sem svo gæti jafnvel leitt til klofnings og niðurbrots Evrópusambandsins!

mbl.is Framganga Íslands vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband