Færsluflokkur: Bloggar
geim......
22.11.2015 | 12:11
Löngunarfull þrá, þráhyggja um hið fallegasta líf í hinum fegursta heimi, hér í geimi og öll erum við jú geimverur á hröðu flugi í þessum algeimi þessu gímaldi sem virðist endalaust og ég svíf á mínu sæluskýi ofskynjunarinnar eða kannski aðeins hugdettunni um draum raungerðan í vökunni og allt er mögulegt hin eina hindrun er ímyndunarleysið, en hið dúnmjúka þyngdarleysi gerir mann fráhverfan hinni raungerðu jarðnesku lifun með sín hversdagslegu vandamál og ég svíf til fundar við Major Tom eða kannski skapara okkar mannanna, guð eða guðina sem voru geimverur nú eða Osiris sjálfan hvað veit ég í minn haus, engar haldbærar sannanir, sögur já, endalausar sögur, sumar bý ég jafnvel til sjálfur og þar sem ég svíf í hinu algera tómi lífs míns og reyni að uppdikta tilganginn sem helgar meðalið sem við tökum við einmannaleikanum sára, já hugmyndin um hið mikla ríki handan dauðans hefur lengi fengið okkur arma þrælana til að þrauka gegnum þykkt og þunnt, svíf í miðjum draumi mínum til stefnumóts við skapara góðra sagna, á leiðinni dembi mér á bólakaf í Akasíukrónikuna hið varðveita orð sem er þarna allt í kringum oss í Matrixinu sumir kalla það hið skráða orð í lífsins bók og Pétur með lyklavöldin kíkir við komu þína á registerið og kveður upp um hvar næsti viðkomustaður þinn verður, já verður það ekki gaman, kannski færðu aftur að stíga jarðdansinn, dansa fjörugt Salsa, stíga ákveðin í Tangóinn, ráða förinni um nýjan lífsins veg :)
©Steinart
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
í upphafi........
25.4.2015 | 18:27
Það má taka á flug með tónlistinni, óheftu flæði hugmynda, já þessara skynhrifa sem liðast um í andrúmi voru.
Myndir sem kvikna í hugskotum okkar þar sem við ferðumst í guðdómlegri sælu tónsins.
Í upphafi var hinn sanni tónn og sálir okkar urðu til í hinni fyrstu hugsun og okkur var allt kleift.
Í óratíma nærðumst við á hinum guðdómlega tóni og eigin hugsun en brátt vildum við skapa og sköpunin var á okkar valdi, óheft.
En fram leið tíminn og tónninn varð litríkari, þykkari í blæbrigðum sínum og symfónía margbreytileikans tók að hljóma undurfagurt.
Og sálirnar ákváðu að líkamnast.
©Steinart
Bloggar | Breytt 3.5.2015 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
árstíð....
25.4.2015 | 18:12
Krafla í heilabörkin, reyni að vekja upp einhverja ferska hugsun. Lífleysi vetrarins hvílir þungt yfir huganum eins og þykk værðarvoð ofin úr andvana fæddum hugmyndum. Sumarið reynir að brjótast undan kaldri krumlu vetrarins, vetur konungur gefur ekki svo glatt eftir sín yfirráð. Í fjörbrotum nýrrar árstíðar glittir í örsmáa heita von.
©Steinart 25. apríl 2015
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einkennilegt er allt það ráðslag.............
23.10.2014 | 23:18
Fremsta skylda stjórnvalda hlýtur að vera að gera öllum þegnum landsins kleift að lifa mannsæmandi lífi.
Vel má vera að nauðsynlegt að endurnýja ýmsan búnað sem ríkisstofnanir nota, sýnist þó margt gæti komið á undan endunýjunar vopnasafnsins. Sem betur fer eigum við íslendingar því láni að fagna að hér er ekki oft þörf fyrir því að beita skotvopnum, því varla mikil þörf á að endurnýja það sem vart hefur verið notað, nema kannski að svo mikil framför hafi orðið í hönnun hríðskotariffla, og þeir því afkastameiri fyrir vikið, við viljum jú alltaf gera vel og mikið það sem við gerum.
Og tel nú hættuna af þessum "nýju" hryðjuverkasamtökum ekki vera á þeim skala að um sé að ræða heimsógn. Hvað þá að kalla framferði eins manns sem byrjar að skjóta á fólk í Ottawa í Kanada hryðjuverkaárás, Kanadísk stjórnvöld virðast þó ætla að nýta tækifærið til að herða aðeins á ýmsum reglum þ.e.a.s. aðeins að þrengja að frelsi þegnanna með því fororði að sjálfsögðu að verið sé að auka öryggi þeirra. Höfum heyrt þetta áður og fundið fyrir því.
Getum ekki stungið höfðinu í sandinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég spyr............og velti vöngum...
20.10.2014 | 21:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, ótrúlegt............. :)
31.8.2014 | 21:23
Umsóknirnar fleiri en var áætlað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eigi samkvæmt lögum..........
9.8.2014 | 20:16
Rússar vilja í mannúðarleiðangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugsanir innan í hljómheimi................
12.7.2014 | 12:01
Draumar sem festir eru á mynd og varpað út til fjöldans til ígrundunar á lífinu og þess mörgu hliðum og skúmaskotum.Allt það skrýtna sem sífellt er í gangi, þessi leit að lífsfyllingunni og þau öngstræti sem göngum á leið okkar í leitinni að okkar sannleika. Texti sem flögrar í eitt augnablik fyrir augum okkar á skjánum, hin rafræna veröld sem þurrkar upp minni okkar, munum við eitthvað lengur, man sjálfur ekki einu sinni mín eigin ljóð, prósi minn lifir sínu eigin lífi í þögn og einangrun rétt eins og höfundurinn. Og öðruhverju er rekið upp öskur á veraldarvefnum í von um að einhver sé hugsanlega að hlusta í tíma sínum og vakandi verund.
Taugaboð á vefnum, Neo ~*+ vaknaðu, komdu og bjargaðu okkur, stígðu með okkur í gegnum blekkinguna, veittu okkur sólarsýn. Og taugaboðin sem truflast í hinum alltumlykjandi rafræna veruleika okkar, skekkja viðgang okkar og dregur úr hinni náttúrulegu tengingu við guðdóminn, ef þú trúir
Svarhvít mynd dreginn upp með rauðum lit í grænni slikju endurminningar sem vitum þó ekki hvort er okkar eða leifar af gamalli kvikmynd sem hafði einhver áhrif á skoðanamyndun okkar á sínum tíma. Heitar ástríður fyrir hinum eina sannleika ungdómsáranna er við börðumst við að sýna hinum eldri frammá hversu innihaldslaust þeirra líf og hugsanagangur væri, göngum svo sömu götuna og fáum sömu meðferð frá börnunum okkar. En þokumst við áfram sem skyni gæddar verur eða höggvum vér í sömu knérum, tæknin vex en umhyggjan fyrir hvort öðru og móður okkar jörðinni, vex hún?
Steinart 12. júlí 2014
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margbreytileiki orðanna........
21.2.2014 | 20:06
Dapurlegur dagur í sögu þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hversvegna ég ákvað að byrja að reykja.
6.2.2014 | 12:10
Man að sem barn var það einbeittur vilji minn að byrja aldrei að reykja, flestir í fjölskyldu minni, faðir, móðir og eldri bræður mínir reyktu.
Auðvitað var það líka svo á þeim árum sem teljast til minna ungdómsára, á sjöunda og áttunda ártugnum, þá reyktu flestir eins og það væri í raun hið eina rétta. Minnist þess að skólafélagar mínir í áttunda bekk í Fellaskóla voru byrjaðir að fikta og sumir búnir að ná fullum tökum á reykingum þegar komið var undir lok áttunda bekkjar, börn að verða að unglingum, nýr kafli framundan, nýr skóli myndi taka við okkur að hausti. Ég hafði með litlum árangri reynt að fylgja félögum mínum í reykingunum, barðist við í eina viku, kannski ekki af fullum hug, en sýndi þó smá lit í þessari manndómsvígslu, þraut þó að lokum erindið.
Lífsins snúnu þræðir höguðu því svo að ekki fylgdi ég félögum mínum úr Fellaskóla að hausti heldur feyktist vestur á firði og átti daufa vist í heimavistarskóla næsta vetur, en það er önnur saga.
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Flateyri
Og árunum vindur fram í sakleysi, en svo .
Semsagt árið er 1984 framtíðarsýn George Orwell var enn ekki upprunninn en ég aftur á móti sestur að á Vestfjörðum.
Vinn í hraðfrystihúsi Hjálms hf. á Flateyri og hádegisverðarhléin á þeim árum voru full klukkustund, fólk skondraðist heim í mat, sinnti sínum börnum í og með, fékk sér kannski jafnvel smá kríu. Og í huga mér kviknaði mynd af plöntu, sem í dag mætti kalla hina guðdómlegu því í henni búa ótal eigindir þarfar og nytsamlegar.
Hampur.
Sjá; http://is.wikipedia.org/wiki/Kannabis
Það var s.s. sumarið 84 að hið innra fór að bera á einhverju óþoli, óskilgreindri löngun eða þrá eftir nýjum skilningi. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að uppruni manns og umhverfi í æsku hafi að einhverju leiti haft þar áhrif, tel að engin geti að fullu slitið sig frá þeim áhrifum og áreiti sem búið er við í uppvexti. En jafnframt er það trú mín að alltaf sé það að lokum eigin ákvörðun sem liggur að baki gerðum okkar.
Það má segja að hluta til sé tónlistarsmekkur minn tilkominn í gegnum eldri bræður mína, þeir eru unglingar á þeim tíma sem hippamenningin hefur numið land hér á norðurhjaranum. Þá að vísu að líða undir lok ytra, hin fagra heimsmynd sem hipparnir vildu leggja til grundvallar runnin út í sandinn og víman að renna af flestum og við tók hið venjubundna streð við lífsbaráttuna. En hér heima á Landi Guðs voru það s.s. einhverskonar áhrif sem enn gætti frá þessari uppreisn kynslóðarinnar sem fæddist á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.
Rokk hart og gratt, sýrutónlist, mjúkmælt mótmælatónlist, þjóðlagatónlist, indversk áhrif, suðupottur hugmynda, litrík og fögur samsuða nýrra tíma.
Músik barst á þessum tíma ekki mjög hratt til landsins og misjafnt hversu vel menn voru í stakk búnir að ná sér í nýjustu plöturnar. Bræður mínir voru á þessum tíma farnir að vera á sjó, þó líklega heldur meira sá eldri, hjálparkokkur hjá pabba, á togara sem oft sigldi með aflann til Þýskalands aðallega og þar var nú aldeilis hægt að ná í það heitasta í músikinni hverju sinni. Svo að á mínu heimili var gjarnan til það nýjasta í tónlist þessara ára.
Og músikin seytlaði inn í vitundina mis áhugaverð, sumt hreinlega leiðinlegt en inn á milli eittvað, einhver tónn, tilfinning sem fylgir manni enn í dag.
Byrjaði að drekka kaffi þegar var tíu ára, sjálfsögðu eins og flestir byrjuðu þ.e.a.s. með sykri og mjólk og á sama tíma náði Eðlukóngurinn að smeygja sér inn í vitund mína. Hafði þó hvílt þá í tæp þrjú ár í Père Lachaise kirkjugarðinum í París.
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Père_Lachaise_Cemetery
Auðvitað er um að ræða Jim Morrison söngvara The Doors.
Þetta var ein af mörgum Best of The Doors plötum. Tónlist sem smaug inn í vitund mína og er þar enn. Að sjálfsögðu var það einungis músikin, tóninn í rödd söngvarans sem heillaði barnið, sem á þeim tíma skildi ekki textana, ljóð Morrisons. Og sum þeirra jafnvel enn á óljósara litrófinu. En músikin og textarnir lukust upp er fram liðu ár og eins saga hljómsveitarinnar og frásagnir Morrison á því hvar hann fékk hugmyndina að nafni hljómsveitarinnar.
The Doors Of Perception eftir Aldous Huxley.
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Jim_Morrison
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/The_Doors_of_Perception
En þræðum okkur eftir þessari dularfullu leið sem lífið getur verið og er.
Hugmyndir þessara manna Morrison og Huxley eða kannski löngun til að upplifa betur vitundina og hennar djúpu og víðfeðmu lendur lúrði einnig í mér og ein leið að því marki að skyggnast inn í þann heim er einmitt gjarnan með hjálp allskyns náttúrlegra og eða kemískra efna.
Huxley var í vísindalegum pælingum, reyndi að skilja hinn innri heim mannsins og skrá, notaði fyrst í stað aðalega Meskalín seinna LSD í könnunarferðum sínum um eigin hug og skynjun.
Sjá; http://de.wikipedia.org/wiki/Mescalin
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Lysergic_acid_diethylamide
Morrison fór sínar ferðir líka framan af um vitundina í ákveðnum tilgangi efalaust en missti stjórnina á neyslunni, kannski frekar, vildi ekki neinar bremsur, upplifa til fulls virðist hafa verið hans mottó.
I see myself as a huge fiery comet, a shooting star. Everyone stops, points up and gasps "Oh look at that!" Then- whoosh, and I'm gone...and they'll never see anything like it ever again... and they won't be able to forget me- ever.
― Jim Morrison
Og líklega tókst það einmitt fullkomlega hjá honum.
Það er s.s. sumarið 84, hádegishlé og labba heim til að fá mér brauðsneið og kaffi, hlusta á tónlist á hæsta styrk, einn í húsinu, rokkkóngur hádegisins. Pabbi reykti m.a.s. pípu, nóg til af píputóbaki heima, Bourbon Blend, og ég byrja að fá mér, reykja nokkra smóka af venjulegu píputóbaki og sveif til baka í vinnuna. Svo gekk um sumarið, var aldrei meira en þessir fáu smókar í hádeginu.
Um haustið fór ég á síldarvertíð til Eskifjarðar. Fékk far með móður minni og systkynum hennar og mökum, verið var að færa kirkjunni á Eskifirði gjöf til minningar um afa, föður þeirra systkyna en hann fórst ásamt skipsfélögum sínum á m/b Hólmaborg snemma árs 1956.
Þessi ökuferð frá Reykjavík til Eskifjarðar verður lengi í minnum höfð, þó kannski aðalega í mínu minni vegna þess hversu lengi við vorum á leiðinni, ég ungur og lifði greinilega í aðeins hraðara tempói en samferðafólk mitt. Það var sífellt verið að stoppa og fá sér kaffi og nesti og rifja upp minningar frá fyrri ferðalögum um þessar slóðir, bauðst nokkrum sinnum til að keyra einn af þeim þremur bílum sem ferðuðumst á. Nei, því var nú ekki við komandi, svo ekki náði ég að auka hraðan að ráði. Sautján tímar Reykjavík - Eskifjörður.
Í dag gæti ég vel hugsað að þetta væri bara ágætis ferðahraði fyrir mig, stoppa í þorpunum á leiðinni og fá sér hressingu, skoða aðeins mannlífið og dólast, njóta ferðarinnar.
Sjá; http://www.fjardabyggd.is/Forsida/
Þetta var frekar róleg vertíð, í það minnsta á því síldarplani sem hafði ráðið mig. Auðbjörg hét starfsemin, eigandi aðal driffjöður Eskifjarðar en stjórnað af elsta syni hans, sá var ekki endilega sá framtaksmesti og hafði meðal annars láðst að tryggja sínu plani nógu marga báta til löndunar. Þannig að þessi haustvertíð var frekar á rólegu nótunum hjá okkur hjá Auðbjörgu. En verbúðarlífið var oft gamansamt og fjörugt þegar hægt var að nálgast áfengi. Einmitt, þetta haust var að mörgu leiti óvenjulegt fyrir landsmenn. BSRB verkfall, já það þýddi að ýmislegt var með öðru sniði. Ríkisútvarp og sjónvarp var að mestu stopp og ýmis opinber starfsemi, þ.á.m. var Ríkið lokað, ekkert áfengi að fá og að lokum var ekki til tóbaksarða í nokkurri verslun á landinu. og þarna var ég að byrja að reykja af einhverri alvöru, farinn að kaupa mínar sígarettur, reyna að finna rétta tegund, réttu fílinguna. Og loks var ekkert tóbak fáanlegt. Einstaka skip sem var að koma að utan með tunnur undir síld komu til Eskifjarðar og þar var stundum hægt að ná í víndreitil, minna var þó hægt að fá af tóbaki, hafði ekki til þessa verið svo mikið upp úr því að hafa fyrir skipverja og áhættumikið vegna fyrirferðar þess, erfitt að fela. Þó var nú ekki ætíð hægt að eiga viðskipti við skipverja, sýslumaðurinn á staðnum bjó í húsi uppaf höfninni með góðu útsýni yfir höfnina og sást gjarna í stofuglugganum með kíkir meðan á viðdvöl skipanna stóð þannig að menn fóru mjög varlega. Töldu ráðlegra að lenda ekki í höndum yfirvaldsins.
Eitthvað slæddist þó í land af áfengi.
Þannig var nú staðan þegar ég var að byrja að reykja, tóbakshallæri.
Allt var reykt sem til var í verslunum, allar sígarettur reyktar upp í filter, síðan kroppað það tóbak sem hugsanlega var eftir í stubbnum og safnað, síðan reykt í pípu. Þar sem var ekki orðin stórreykingamaður á þessum tímapunkti gat ég treynt mér tóbak í töluverðan tíma, minnir þó að hafi látið véla út úr mér síðasta sígarettupakkann minn. Og gerði þá smá hlé á tóbaksnotkuninni.
S.s. þessi síldarvertíð mín varð hvorki fugl né fiskur eins og sagt er, ekki var fyrirsjáanlegt að nokkuð yrði að gera að ráði eftir jólafrí, nokkrir kallar að pækla tunnur, það yrði allt og sumt, þannig að leiðin lá á aðrar slóðir. Til Reykjavíkur í fáeina daga síðan á ný til Flateyrar og aftur í frystihúsið, á þessum tíma var ætíð nóg að gera fyrir vestan í fiski.
Kem vestur einhverntíma í desember, BSRB verkfallið leyst og nóg af tóbaki og ég tek reykingarnar föstum tökum, strax kominn í einn pakka á dag af sígarettum, mitt bragð var Marlboro.
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Marlboro_(cigarette)
Framundan var tími mikillar vinnu, mikillar skemmtunar og gáskafulls lífernis, enda nóg orka í kroppnum þegar maður er á tvítugsaldri.
Á þessum árum voru gjarnan margir erlendir farandverkamenn sem unnu í fiski víðsvegar um land, aðallega ungar konur ættaðar frá Breska heimsveldinu, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Bretlandi og
Suður-Afríku, unnu hér yfir veturinn, söfnuðu sér peningum til að halda síðan áfram ferð sinni um heiminn í leit að ævintýrum. Og að sjálfsögðu stigu ungir menn í vænginn við þessar stúlkur og því var oft sem haldin voru teiti, reyndar öll tilefni notuð og þar af leiðandi oft verið drekka, bruggað og reynt að eiga alltaf nóg af búsi.
Einstaka sinnum slæddist í þorpið afurð af kannabis ætt og var þá oft hlegið hátt og dátt. Á þessum tíma tíðkaðist ekki annað hér uppi á ísa kalda hjara en hass og það þurfti að blanda saman við tóbak svo hægt væri að reykja það. Þarna er þá loks komin megin tilgangur með þeim venjubundnu reykingum sem var búinn að venja mig á. Vera hæfur til að fá sér í haus þegar það byðist. Gott ef mig minnir ekki að það hafi ekki verið fyrr en við sjöunda smók sem loksins fann einhverja breytingu á mér. Sjö, hin heilaga tala biblíunnar. Og var það ekki einmitt minn ásetningur að reyna að opna vitund mína til æðri skilnings, leitin að hinu hugvíkkandi ástandi. Reyna að fá meiri botn í tilveruna og tilfinningaflækjurnar. Því eins og vitað er hefur mannskepnan ætíð, frá fyrstu tíð notað hin ýmsu meðul til að skyggnast inn anda heiminn, inn í sjálfa sig í leit að hinum hulda kjarna tilverunnar.
Huxley notaði mun sterkari og áhrifameiri efni í sínum tilraunum og vísindalega undir eftirliti. Morrison lét skeika að sköpuðu og notaði allt sem hann komst yfir, en þar skilur að, feigðin fylgir óábyrgri notkun og fíkn. En einhverjum tengingum náði hann samt við andaheiminn áður en hann skaut sjálfum sér til stjarnanna.
Já, Shamanarnir (Töfralæknar) notuðu hugvíkkandi efni er þeir fóru á fundi forfeðrana í andaheiminum til að sækja til þeirra ráðgjöf, læknisráð og tilsögn um allra handa vandamál. Indiánar Norður-Ameríku notuðu tóbak í sínar friðarpípur og þegar þeir ráðfærðu sig við andanna.
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Shamanism
Sjá; http://en.wikipedia.org/wiki/Calumet_(pipe)
Morrison líkti sér einmitt stundum við Shamana.
En náði ég fram áformum mínum, tengdi ég við hina miklu vitund sem allt býr í, náð ég sambandi í gegnum eitthvert þessara fíkniefna þ.e.a.s. tóbaks, áfengis eða hass?
Nei, trúlegast ekki, er ég læt hugann líða aftur til þess liðna tíma, sötrandi mitt svarta, sykurlausa kaffi sem enn er töluvert háður þó í annan stað sé nokkuð laus við fíkniáráttur.
Trúlegast nær maður þessu sambandi best á náttúrulegum nótum með hugleiðslu og innri íhygli, sumir virðast svo vera betur tengdir inn í vitundarheiminn og geta þá kannski leiðbeint okkur hinum rötunum.
En auðvitað er það svo að mörgum þykir óþarfi að vera grufla mikið í tilvist okkar og tilgangi og auðvitað er það bara hið besta mál, hver og einn velur sína leið, nú eða lætur einfaldlega berast með straumi tímans.
©Steinart Reykjavík. Febrúar 2014
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)