Skiptir það máli......

Hefur þetta skip á nokkurn hátt gagnast hér síðan það kom heim frá Chile? Og maður spyr sig, mun Landhelgisgæslan hvort eð er nokkuð hafa efni á því að halda því úti. Öll starfsemi Landhelgisgæslunnar virðist orðin í skötulíki vegna fjárskorts, því spyr ég, breytir það nokkru hvort skipið er bundið við bryggju hér eða þar.
mbl.is Þór frá í fjórar vikur hið minnsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir sjómenn þurftu allavega meira á því að halda að til væri fullnægjandi þyrlufloti á vegum gæslunnar. Herskip var eitthvað sem þá vantaði ekki. Hinsvegar er talsverður hópur þarna sem þarf að skarta sínum gullborðum.

Quinteiras (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 17:07

2 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Satt er það.

Steinar Þorsteinsson, 6.2.2012 kl. 17:29

3 identicon

Þeir sem lítið eða ekki þekkja til sjómennsku telja oft að þyrlur bjargi öllum málum. Þyrlur eru hins vegar mjög takmarkaðar bæði hvað varðar veður, vegalengdir og úthaldstíma. Þær eru hins vegar nauðsynleg tæki en það eru varðskipin líka þó þau hafi farið ansi halloka á síðustu árum.

Hvað ætla menn að gera ef skip lendir í vá 250-300 sml. suður af landinu? Þangað fer engin þyrla. Ekki sendum við björgunarbátana frá Slysavarnafélaginu. Ég held að landsmenn og ráðamenn verði að horfa á þetta líka. Sem betur fer gerist þetta sjaldan en mun örugglega gerast aftur.

Sem sjómaður vil ég að hér séu amk. 4 þyrlur en ég vildi helst hafa hér 2-3 varðskip á miðunum líka.

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 22:56

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sælir, ef við ætlum að vera forystuþjóð í veiðum og vinnslu þurfum við varðskip tvö - þrjú

til að auka öryggi sjómanna og til að vernda miðin fyrir veiðiþjófum sem er mikil.

Sendiráðin gefa sínum mönnum skýrslu um staðsetningu varðskipa eins eyturlyfjahringar

hafa augun opin. Strax og jarðskjálftinn varð í Chile varð mönnum ljóst að miklar skemdir urðu á skipinu hvernig það var leyst fáum við ekki að vita, en allir sem stunda viðskipti vita að ímislegt fer fram í lokuðum reykherbergjum hér var um hundruðu miljóna um að

skipta á milli aðila. Ég hefði viljað fá hingað skipsskrokk og innrétta skipið hér,

Þekking sem tapaðist er gríðarlega mikil, burt sé frá sköttum og öðru.

Bernharð Hjaltalín, 7.2.2012 kl. 02:02

5 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að sem bestur skipa og flugkostur sé til staðar hjá Landhelgisgæslunni svo hún geti sinnt sem best eftirlitsstörfum og björgunum. Við skulum vona að betur fari að ganga hér hjá okkur svo hægt sé að standa betur að þessum málum.

Steinar Þorsteinsson, 7.2.2012 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband