Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

rétti út hönd mína.........

Smá umhugsun um hvernig stefnumót fara fram á samskiptavefjum nútímans......

 

rétti út hönd mína...............

 

Sćl vina, var ađ leita á síđunni ţinni ađ ţví í hvađa stjörnumerki  ţú vćrir, ćtlađi ađ sjá út hvernig viđ myndum passa saman, ţó ekki vćri nema til ađ verđa stađfastari í ţeirri trú minni ađ viđ gćtum átt ágćtlega saman sem par. Já, veit ađ ţetta er ekki ţađ rómantískasta sem ţú hefur séđ en hvernig á ađ nálgast í dag, gefa stelpu undir fótinn nema í gegnum hina alltumlykjandi tćkni, myndi senda ţetta bréfkorn međ bréfdúfu, ćtti ég eina slíka. En s.s. hef veriđ ađ spá í ţetta allt saman, mér líkar vel viđ ţig, veit ađ viđ ţekkjumst kannski ekkert svo mikiđ í dag en trúđu mér,  ég er ágćtis mannvera og er sannfćrđur um ađ ţú ert ţađ líka. Ţú hugsar kannski međ ţér afhverju hringir ekki mađurinn heldur, sem er auđvitađ góđ spurning, en tel samt betra ađ skrifa ţetta litla bréf og gefa ţér tíma til ađ melta ţessa uppástungu í eitt augnablik.

Nú ţegar augnablikiđ er runniđ inn í eilífđina og svariđ berst á öldum hátíđninnar ţ.e.a.s. kemur skramblađ, dulkóđađ og úr vöndu ađ ráđa, vill hún mig, vill hún mig allsekki eđa kannski lengri umţóttunartíma, en tíminn rennur út, úr ţví fagra tímaglasi eilífđarinnar.

Get ég vitađ hvort tilfinning mín er sönn, eđa er ţetta allt saman vottur af síđasta bjargráđi sökkvandi manns, síđasta hálmstráiđ.

Og í höfđi mínu bý ég til nýtt leikrit međ meitluđum “dialog“ hvar allt mitt rómantíska ćđi eins og Ţórbergur orđađi ţađ svo skemmtilega fćr farsćlan endi og ţau munu svífa inn á lendur hamingjunnar og horfa á sólsetriđ til enda.

Eđa er ţađ svo, mörg tvíst, snúningar geta orđiđ í ţessum sálardansi samskiptanna, hvar óvćntir fletir koma inn í dansinn, rúmban breytist í “breakdans“ fyrr en varir og hćttan á snúnum ökkla margfaldast.

En draumur mun ađ lokum taka endi og upp verđur risiđ og gengiđ inn í fagran daginn, sólin vor fađir og jörđin okkar ástkćra móđir munu umvefja líf okkar og kenna okkur nćgjusemi og ađ ástin er allt.......

©Steinart 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband