Ég spyr............og velti vöngum...

Það er orðið svo margt sem gerist í íslenskri stjórnsýslu og rekstri ríkisins undir stjórn hægri flokkanna að maður getur ekki annað en haldið að þeirra áætlun sé að rústa öllu því velferðakerfi sem þó hefur tekist að byggja upp hér í gegnum árin. Ekki var svo sem mikið betra ástandið hjá síðustu ríkisstjórn, hví er komið í veg fyrir t.d. að upp verði tekin ný stjórnarskrá þar sem auðlindir þjóðarinnar verði færðar til þjóðarinnar á ný, að afnumin verði sjálftökuréttur fáeinna fjölskyldna í landinu. Er ekki augljóst að þegar búið verður að fæla allt sæmilega menntað fólk frá landinu þá munu innviðirnir hrynja. Og eftir verðum við sem síðri hafa menntunina, á lágkúrulegum launum, hin fátæka stétt, enn á ný komin í vistabönd bændahöfðingjanna og núna kvótakónganna líka. Þeirrar stéttar sem hélt þessu landi í niðurlægjandi örbirgð í árhundruð en veittu sjálfum sér og sínum vel. Og hvað vilja þessir pólitísku flokkar gera til að leiðrétta kjörin í þessu landi, hvar eru verkalýðsfélögin og meðlimir þeirra, við fólkið, víst er að við verðum líka að taka þátt í að bæta kjör okkar og taka þátt í verkalýðsbaráttunni, mæta til kosninga. Og ef okkur finnst að það sem boðið er upp á að kjósa á milli sé aðeins sitthvor hliðin á sama peningnum þá verðum við kannski að taka til annara ráða. Er kannski að renna upp sá tími að við verðum í alvöru að taka til nýrra ráða, því lítið gagnast okkur að kjósa sífellt yfir okkur drengina og stúlkurnar sem koma úr hinum vel smurðu pólitísku maskínum hins íslenska lénsveldis. Því eitt er víst að okkar kæra fósturjörð býr yfir miklum auðæfum, en það eru aðeins fáir sem hafa hrifsað þau til sín, það er komin tími til að spilin verði gefin upp á nýtt, sanngjarnlega til okkar allra sem byggja þetta land og viljum byggja það um ókomna framtíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband