Óminni.........

Hugsa til ţín ástin mín, sem sveikst sáttmála okkar, lagđir í ferđina án mín, stakkst ţér inn í óminniđ, ţú kvaddir ekki, bréfiđ sem skildir eftir, torrćđ gáta sem ekki hefi leyst enn, viđ gátum setiđ löngum stundum yfir skrýtnum ţrautum og vorum ansi lunkin orđin, en nú sit ég og reyni viđ gátuna um hvarf ţitt inn í óminniđ, ferđina sem ćtluđum saman, hönd í hönd eins og líf okkar hafđi veriđ, međ tár á hvarmi rýni í síđustu og mikilvćgustu skilabođ ţín, en skil ekki, pappírinn gegnvćttur tárum mínum, blekiđ lekur til, munstur sem ađeins ljćr textanum aukiđ torrćđi, brýt heilann, alveg mát, líf okkar á ystu nöf, á mörkum hins viđtekna, ţó heldur í heimi tilraunarinnar um hina vitundarvíkkandi alsćlu, yfir strikiđ en komum ţó alltaf aftur, en nú er sál ţín komin í ađra vídd, kem á eftir ţér í hljóđri nóttinni ţegar upp rennur nýtt tungl, kem í fađm ţinn hlýjan og mjúkan, til ţín ástin mín.

©Steinart


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband