Humm.

Farið eilítið að líkjast aðgerðum sannleiksráðuneytissins í bók Orwell „1984“.
mbl.is Símaskráin fjarlægð úr verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem málið þróast út í ákæru eða ekki, þá hefur Egill sýnt og sannað að hann er brenglaður vægast sagt - og virðist vera uppfullur af hugsunum sem eiga sér rót í argasta klámi. Reyna kynlíf með tveimur konum og upplifa sig eins og eitthvert kyntröllanna á bláa skjánum. Sannað er nú að hann hefur gengið mjög langt í að hleypa hugarórum sínum í framkvæmd, svo af hlaust óskaplega erfið reynsla fyrir stelpu á menntaskólaaldri. Nema að 4-5 manns séu beinlínis að ljúga að DV. Höfum þann fyrirvara.

En hann hefur bara komið sjálfum sér út úr húsi hjá bakhjörlum sínum, hverjum á fætur öðrum. 365 og Símanum. Og sjálfsagt hugsa Ari og Sigríður það sama: HVAÐ í andskotanum VARSTU EIGINLEGA AÐ HUGSA?!

Sævar (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 18:48

2 Smámynd: halkatla

Sævar, hvað í andskotanum voru Ari og Sigríður að hugsa? Hann var aldrei fyndinn né flottur, og hellingur af allskonar fólki með viti reyndi að benda á það í gegnum árin.

Steinar, ég myndi frekar segja að aðgerðirnar sem voru í gangi til að gera svona rugl vinsælt (einsog það sem m.a Egill og Tobba Marínós standa fyrir) sé í anda 1984 og slíks. Það er því miður búið að hafa alltof víðtæk áhrif og við blasir hálfgert Idiocracy... 

halkatla, 6.12.2011 kl. 20:33

3 identicon

dómgreind einkafyrirtækja í lágmarki á Íslandi.  Fáum fannst símaskráin geðsleg og siðslaus orð þessa manns um dagana sem eru hverjum til skemmtunar eða húmors?

Erfitt fyrir fólk að hrópa úlfur úlfur í svona stöðu.

Jonsi (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 21:26

4 identicon

Já, að ekki sé nú talað um það, Pirringur. Hvað voru þau eiginlega að hugsa?

Þegar Biblía fallega fólksins kom út, hafði Egill ekki vanist neinu öðru en flissi og klappi á bakið alla sína kjaftatíð. Það var án efa partur af ógæfu hans. Engum er hollt að eiga bara viðhlægjendur að vinum. Hann var hinsvegar berháttaður í ritdómum og honum brá svo mikið að hann steinhélt kjafti í hálft ár. Sem betur fer. Fyrir hann. Og aðra. En það dugði ekki til.

Ég vona að eitthvað gott komi út úr þessum málum öllum, þó ekki væri nema bara að unglingaforeldrar nái til krakkanna sinna og fái þau í umræður um gott siðferði og gagnrýna hugsun. Nokkuð sem Egill forðaðist af öllum mætti. Vona að unglingsstrákum t.d. takist að mynda sér upplýsta skoðun á kynlífs- og klámhugsunum í anda Egils sem eru út úr öllu korti.

Sævar (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband