Krafsað í heilabörkinn.....

Sit og fer í gegnum gömul skrif, gamlar hugleiðingar um misrétti heimsins, stríð og frið, ást og vöntun á ást.
Ljóð og prósi (margt af því komið hér á síðuna) og á stundum djúpar pælingar um hin endanlega tilgang lífsins. Um möguleika / takmarkanir sálarinnar. Hvernig fjölmiðlar, sjónvarp og útvarp o.s.f. móta skoðanir fjöldans. Hversu margir láta þessa miðla móta afstöðu sína í mörgum málum án þess að reyna sjálfir á nokkurn hátt að finna sannleikann. Það er betra að mörgu leiti að finna sannleikann / nálgast sannleikann í dag heldur en var á því tímabili sem flest af þessum ljóðum / prósa varð til. Nú höfum við þetta frábæra tæki tölvuna, sem flytur okkur á gríðarlegar lendur fróðleiks, skemmtunar og líka í heim hins klúra og ógeðfelda ef vill. Hver verður að finna sinn veg um þann alheimsvef. Við erum að sjá í dag hversu gífurleg áhrif þessi miðill og samskiptatæki er að hafa t.d. eins og í Egyptalandi í dag. Og þar kemur berlega í ljós hvernig yfirvöld reyna að stöðva upplýsingaflæðið ef það er þeim ekki þóknanlegt, fengu líklega hjálp frá "lýðræðislegum" stjórnvöldum annara landa við það. En sem betur fer gekk það ekki upp, aðeins í stuttan tíma, og fjárhagslegt tap á meðan á lokuninni stóð var gríðarlegt. En því miður eru aðrar vestrænar ríkisstjórnir að reyna að koma því svo fyrir að t.d. forseti geti lokað fyrir umferð á netinu nánast ef honum býður svo við að horfa. Enda er kannski að mörgu leiti nú að verða nokkuð ljóst að víða er verið þrengja að lýðréttindum og auka eftirlit með almenningi í "lýðræðisþjóðfélögum". Við verðum að halda vöku okkar, gera okkur grein fyrir því t.d. að hið svokallaða "stríð gegn hryðjuverkum" er kannski í raun eitthvað allt annað. Látum ekki bara meginstraumsfréttaveiturnar segja okkur hvað er sannleikurinn, skoðum málin frá fleiri hliðum ef mögulegt er. Verum vakandi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband