Vinsældagredda........

Eðlilegt má það vissulega teljast að tímarit notfæri sér hina ýmsu skinhelgi eða allskyns tabú til að selja sem flest eintök, það er bara eðli fyrirtækja, að reyna að tryggja afkomu sína. Og á forsíðu beggja tímarita er komið inn á eitthvað sem að öllu jöfnu liggur undir yfirborðinu, eitthvað sem er ekki alveg viðurkennt eða þykir skrýtið. Í báðum tilvikum eitthvað sem er kannski á jaðri hins kynferðislega, sem sannarlega er enn hálfgert tabú í það minnsta í Bandaríkjunum eins öfugsnúið og það nú er. Hvað á ég við þegar segi í báðum tilvikum séu snertipunktar við hið kynferðislega; í tilfelli hinnar ungu móður er það aðeins það að sér í bert brjóst hennar sem er nú ekki alveg það viðtekna í heimi almennrar tímaritaútgáfu í Bandaríkjunum og ber brjóst mikil hneykslunarhella, enn verið að tala um brjóstið á Janet Jackson sem datt allt í einu fram úr blússunni er hún var að syngja í hálfleik á einhverjum íþróttaviðburði. S.s. ber brjóst, tilvísun í kynferðislegar athafnir. Hvað varðar blessaðan karlinn hann Obama, þá er hann nú fyrir það fyrsta að berjast fyrir endurkjöri til forseta eins og við öll vitum og menn beita öllum ráðum til að vekja á sér athygli, hann hefur sagt svo margt sem fellur vel í kramið hverju sinni, en efndir loforða og eftirbreytni samkvæmt hinum oft góðu hugmyndum kannski aðeins í óljósari kantinum. Þess utan hafa hin ýmsu ríki Bandaríkjanna nú á síðustu vikum og mánuðum verið að draga til baka leyfi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og því getur Obama engu um breytt, hvort sem hann vill eða ekki!
mbl.is Bitist um lesendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband