Úpps.....meiri vinnusemi.

Jæja við erum líklega ofalin hér í vestrinu. Velferðarkerfið hefur gert okkur að ræflum! Tel reyndar sjálfur að vandi peningakerfisins (skuldsettning) sé nú kannski helst falin í því geræðislega peningakerfi sem búum við. Þar sem peningar eru búnir til úr engu með engin raunveruleg vermæti sem tryggingu. En þetta vitum við nú öll nú orðið, nú er málið að reyna að koma á einhverju raunverulegra peningakerfi. Það er hægt. Allt sem þarf er vilji!
mbl.is Úr sér gengið velferðarkerfi Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega er kínverskur almúgi vel mótivataður, ef þú færð ekki vinnu færðu ekki að éta, þetta dugir langt til að slá á óhlýðni og óvinnusemi.

Burt séð frá því þá er annað og meira undirliggjandi í samfélagi nútímans, atvinnuleysi er aukast gríðarlega í heiminum og það er ekki vegna þess að fólk sé latt, heldur er tæknin að úthýsa fólki í stórum stíl úr störfum sem áður þurfti margar hendur til að vinna. þetta breytist ekkert á næstunni nema síður sé, miðað við hvað okkur fjölgar þá verða alltaf fleiri og fleiri sem verða án atvinnu í náinni framtíð og ef við ætlum ekki bara að láta fólk svelta þá verður að fara að finna upp einhverskonar leið til að eiga við þennan vanda.

Ingvar K. Þorleifsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:16

2 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Ingvar það er margt til í því sem þú segir. En held samt að margt fari að breytast á næstu árum. Flest okkar eru tilbúin til að vinna, en kannski þarf í framtíðinni ekki að vinna eins lengi og þarf í dag. Eitt er það varðandi tæknina sem gerir okkur óþörf, að í flestum tilvikum er tæknin knúin af jarðefnaeldsneyti sem ekki er óþrjótandi og okkur lífsnauðsynlegt að fara að skipta út. Hitt er að við verðum alvarlega að fara að athuga okkar gang í framleiðsluferlum í matvælarækt, snúa okkur til heilbrigðara vinnulags. Ekki eitra svona mikið eins og við gerum, við erum að eitra fyrir sjálfum okkur, grunnvatnið o.s.f. eins er erfðabætt matvæli trúlega ekki það sem hægt er að treysta á því áhrif erfðabættra matvæla, korns o.s.f. virðist ekki vera okkur til góðs til lengri tíma litið. Þannig að í framtíðinni verðum við kannski meira að rækta okkar matvæli á gamla veginn, og þar þarf margar hendur til verka. Þess utan liggur nú atvinnuleysi og önnur óáran að miklu leyti í misskiptingu auðs og þar þarf að verða breyting á öllum til hagsbóta.

Steinar Þorsteinsson, 20.12.2011 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband