Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Draumdofi.......

Á andartakinu þegar maður telur sér allt fært.
Hugsun sem slær niður, allt í einu óforvarandis. 
Lítur til baka, mörg ár aftur, þegar æskan var
þröskuldurinn sem stöðvaði draumana.
 
En nú eru æskuárin að baki.
Draumarnir aðrir, en eiga sammerk að rætast ekki.
Lífið leikur annað leikrit, eða er ég staddur í annari bók!
 
Einhver misskilningur í gangi, leiðin um skóginn er dimm.
Vitinn á klettasnösinni, villuljós!
Umkringd skrælingjalýð sem reynir að tæla mig, þig,
hafa af okkur gott, fleygja oss síðan í hafið.
 
Draumaveröldin, aðeins blossi í vitfirrtum heimi.
Tælir okkur áfram, um dimman dal hversdagsins.
Notum öll meðul til að deyfa hugann, lifa af daginn.
Sveiflumst á milli tilfinninga, glöð, döpur.
 
Grátum draumana, sem aldrei rætast.
Leitin stendur yfir, finna punkt í tilverunni.
Glata, sýta, gleyma draumunum.
Lifa draumlaus, steinsteypukastalarnir
þrengja að, byrgja sýn.
 
Náttúran brátt eitthvað sem lest um í fornum bókum.
Úr tengslum, aðeins þegn á leikvelli tilbúinna þarfa.
Bíður dauðans, í von um að þá fyrst byrji lífið! 

Týnd...

Sól á lofti - þúsund ár.
Lífshlaup mannabarna.
Týnd takmörk,
færa Mammoni fórnir.
 
Rýna í kristalskúlur,
hjúpuð myrkri kuklsins.
Horfa í nafla sína
í leit að guðdómnum. 

..... á strönd.

Í blámerluðum haffleti speglast
eyja drauma minna,
þúsundfaldra í nóttinni.
 Af hafi mildur blær,
ástir á hvítri sandströnd.
Frygð í tunglskininu.
 


Kolefnisskattar og önnur óáran!

Hin útbreidda skoðun um hlýnun jarðar af völdum útblásturs koltvísýrings (CO2) og áhrifin af þeirri mengun á veðurfar, bráðnun jökla o.s.f.v. er hún rétt!
Öll viðurkennum við að sólin er lífgjafi jarðarinnar og án hennar þrifist ekki það líf sem við þekkjum.
Eins vitum við að tunglið stjórnar sjávarföllum og hefur einnig oft undarleg áhrif á okkur mennina.
Færri vita líklega að bæði á suðurpólnum og norðurpólnum eru staðbundnir vindar sem blása að staðaldri.
Þegar þessir þrír meginþættir eru skoðaðir í samhengi má sjá fyrir hvernig veðrið verður, jafnvel ár fram í tímann. Þetta hefur verið sýnt fram á af; Piers Corbyn veðurfræðingi / stjörnufræðingi og samstarfsmönnum hans hjá "WeatherAction"
Þeir voru t.d. búnir að spá fyrir um aftakaveðrið og snjóþyngslin í New York nú um jólin eins um flóðin í Ástralíu nú í kringum áramótin og það er ár síðan þeir spáðu þessu!
Það sem meðal annars hefur haft áhrif á að flæðir í Ástralíu er nýafstaðinn sólmyrkvi 4. jan. 2011 / þetta var ekki almyrkvi á sólu. En þetta er það sem er að hafa áhrif á veðrakerfin hjá okkur meðal annars.
Samspil þessara þátta (sól, tungl, pólarnir) hafa megináhrif  á veðurkerfin hér á jörðu samkvæmt Corbyn og félögum hans.
En hvað er þá í gangi hjá umhverfisverndarsinnum, umhverfisstofnunum og ýmsum vísindamönnum, sem sumir hverjir eru að verða uppvísir að því að falsa t.d. hitatölur o.f.l.
Það er vissulega gífurlegir peningar í húfi fyrir ýmsa, vísindamenn, umhverfissamtök, græn samtök allskyns og ekki síst stjórnvöld. Þvílík himnasending fyrir stjórnvöld, það er hægt að búa til margskonar skatta á grundvelli umhverfisverndar eins og einmitt er að gerast hér á Íslandi.
Ég er vissulega hlynntur umhverfisvernd og tel að við mættum gera margt í þeim efnum en við skulum hafa hlutina á hreinu. Það er ólíklega vegna útblásturs eingöngu sem ætluð hlýnun á sér stað.
Leitumst við að finna bestu leiðirnar til að menga sem minnst og berum meiri virðingu fyrir jörðinni, hún er okkar eina athvarf. S.s. það er ekki endilega rétt það sem sagt er um ástæður hlýnunar jarðarinnar sem jafnvel er alls ekki að hlýna heldur þvert á móti að kólna!

Og völvan spáir...

Á vappi um hugan.
Dagar í örmum örvæntingar.
Dómur meðvitaðrar sjálfsásökunar.
Í draumi, ómeðvituð blekking.
Seglum þöndum á vit alls þess lokkafljóðs
er bar fyrir sjónir
í sviphendingu nýs dags.
Og sólin sem skríður úr hýði sínu,
varpar gullnum geislum sínum inn í tilveru mína,
svarta, lokaða.
Opnast fyrir hugskotið,
í huganum tendrast líf.
Söngur, dans, leikræn tjáning.
Í formi ástaróðs,
um mig bylgjast frygð,
eitt augnablik.
Gærdagurinn leið,
í dag nýtt hlutverk.
Og völvan spáir betri tíð.
En er ekki tilbreytingarlaust á vígstöðvunum! 

Hyldýpi......

Dögunin. Mistrað loft. Af festingunni hverfur tunglið, taktu mig.
Berðu mig í draumalandið. Handan skynheimsins.
Í tárvotum dal langana minna, svíf einmanna.
Geng á línu, hyldýpi. Vonir um undankomuleiðir, engar.
Fikra mig áfram, skref fyrir skref. Dáyndis, dýrðardagar að baki.
Laun þessa heims, greidd í næsta.
Lít í dýpið, hugsa, gæti flogið sem örn. 
Svifið, tignarlega, litið yfir sviðið, örstutta stund.
Línan titrar, jafnvægið brenglast, ramba,
næ valdi smástund, svo eins og allt gufi upp.
Dett, dett, þvílík tilfinning.
Flug mitt tekur fljótt af! 

Að eyða sparnaði elliáranna.



Heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkar


Með breytingu á lögum nr. 129/1997 sem samþykkt var á Alþingi í desember var heimild til

fyrirframgreiðslu  viðbótarlífeyrissparnaðar

hækkuð úr 2.500.000 kr. í 5.000.000 kr.

  • Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að 5.000.000 kr. sem greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 12 mánuðum, þ.e. 416.667 kr. á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 5.000.000 kr. er að ræða.
  • Fjárhæð til útgreiðslu miðast við inneign 1. janúar 2011, þó að hámarki 5.000.000 kr.
  • Hafi sjóðfélagar áður fengið greiðslu samkvæmt eldri heimild dregst sú fjárhæð frá 5.000.000 kr.
  • Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild en vilja gera breytingar í samræmi við nýju heimildina þurfa að sækja sérstaklega um það með nýrri umsókn.
  • Heimildin gildir til 1. apríl 2011 sem þýðir að síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 31. mars næstkomandi.
 
Gott og vel, þetta mun tímabundið bjarga einhverjum, en hvað gerist svo þegar við erum búin með allan sparnað okkar!
Þetta er að sjálfsögðu liður í því að þagga tímabundið niður í þeim sem enn eru að kalla eftir einhverjum lausnum á skuldavanda heimilanna. Að sjálfsögðu verður ekki neins meira að vænta af fyrirgreiðslu fyrir almenning, AGS (IMF) hefur gefið upp þá stefnu við ríkisstórnina sem þeim ber að fylgja eftir. Þessi breyting á lögum gerir ekki annað í raun en að flýta því að þurrka út millistéttina! Og hvar erum við svo stödd þegar við höfum eytt viðb.líf.sparnaði okkar í hina botnlausu hít sem opnuð hefur verið fyrir okkur af bankakerfi landsins og stjórnendum þess. Og ekki ætla ég að gera neinn mun á bankakerfinu fyrir hrun eða nú að "afstöðnu" hruni. Það hefur ekkert breyst þar! Nú og ef Seðlabanki Íslands ætlar svo í ofanálag að fara að tengja ísl. krónuna við evruna eða jafnvel að reyna að flýta fyrir upptöku hennar í stað krónunnar þá líst mér ekki á blikuna. Evran er fallandi gjaldmiðill og á sér kannski ekki langa lífdaga. Á Íslenska Ríkið, þ.e.a.s. við einhvern gullforða þegar helstu gjaldmiðlar viðskiptalanda okkar verða einskisnýtt pappírsrusl!

Nýtt upphaf.

Hef upp á síðkastið verið grafa upp gömul tengsl, samferðamenn í lífinu, rifja upp liðinn tíma.
Kannski eitthvað sem gerist þegar maður á einn eða annan hátt endurskoðar lífshlaup sitt og reynir að setja nýjan kúrs / nýja stefnu / ný viðmið. Og nú er komið nýtt ár sem ber í sér alla möguleika til nýrrar og vonandi upplyftandi og frjórrar hugsunar.  
 
Gleðilegt nýtt ár.
 
 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband