Sigling til nýs upphafs.............

Skyldi vera að nú sé rétta augnablikið til að sleppa landfestum og sigla þöndum seglum á vit hins ókunna, láta vindinn ráða för. Leyfa hinu óvænta að verða hluti af lífinu, sleppa takinu af því lífi sem ekkert er nema froða í stóru, handblásnu glasi frá liðnum tíma. Frá hugmyndalegri fátækt lands í höftum. Og enn á ný erum við búin að sigla fleyi voru á sker torræðra drauma, brotin er í smátt stjarnan sem reis við sjónrönd okkar og skein svo skært, lýsti yfir löndin stór og smá, ekkert land komst í hálfkvisti við hið mikla ríki víkinganna, Ultima Thule, þar sem við gáfumennin bjuggum til ríkidæmi, heimskunnar. En það sem lagt var af stað með var að ýta fleyi sínu á flot, hífa segl og halda á vit hins ókunna, opna fyrir flæði hins guðdómlega sem allstaðar er til staðar og leyfa tilfinningunum að koma, vera, hlæja, gráta, hvísla, öskra, hreinsa hugann, leyfa nýju fræi að spíra, skjóta rótum og loks breiða úr sér í fegurstu litadýrð, senda angan út í veröldina í von um að, þó ekki væri nema ein manneskja sem gleddist við ilm þessarar vonar.

©Steinart 05.10.2013



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband