hvíta örkin....

Já, horfi á auđa örkina, fer yfir í huga mér hvernig lokkađi til mín skáldgyđjuna í ţeim allra besta heimi hins flćđandi prósa sem einmitt rauf hina hvítu pattstöđu pappírsins, pappírs sem ţó er ekki af ţessum heimi, hins áţreifanlega, heldur svífur í lausu rými vélbúnađarins, í hinu mikla “Matrixi“ Orpheusar og síminn hringir inn nýja atburđarás, Neo er hin fullkomna guđsímynd hinnar nýju veraldar sem stigiđ hefur úr djúpinu og leitast viđ ađ skilgreina hin dýpstu rök á ný, tunglsljósiđ hamast viđ ađ stinga gat á skýjahuluna, veita hinni nývöknuđu ást hiđ fullkomna leiksviđ, já leiktjöldin hafa veriđ dregin frá í augnablik, ljósiđ er á persónum og leikendum, allir verđa ađ taka ţátt í hinum “Guđdómlega gleđileik“ og víst eru hinir fornu textar enn á kreiki og engin veit hvađ er af himneskum uppruna og hvađ ekki, sjálfskipađir andans menn túlka hiđ helga orđ, enn eina ferđina endalausu inn í nótt.

©Steinart 18/19.01.2014

(Hin magnađa stund miđnćttisins)



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband