Trúanlegar, trúarlegar vangaveltur.

Mikið er það nú skemmtilegra ef satt reynist, eins og reyndar oft hefur verið gefið í skyn, að Jesús hafi verið giftur. Enda með eindæmum að ætla nokkrum manni eða konu að lifa skírlífi, stríðir einfaldlega gegn náttúru okkar og eðli. Þá er nú bara næsta spurning hvort ekki gæti verið að hann hafi eignast einhver börn með eiginkonu sinni, gæti verið skemmtilegt verkefni fyrir íslenska ættfræðigrúskara að rekja þann ættboga, enda margir hverjir ansi lúnknir í þeim fræðum. Sem svo veltir þá líka upp þeirri spurningu hvort hin eiginlegu orð Krists hafi verið skráð innan fjölskyldu hans meðan hann dvaldi hér á jörð eða skömmu eftir upprisu hans, gætu kannski verið einhversstaðar til, gætu jafnvel verið hinn heilagi Gralur sjálfur.
mbl.is Var Jesús giftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttalegt rugl, þvert gegn öllum heimildum samtímamanna um Jesúm.

Aðeins trúlausir gleypa við þessu.

Jón Valur Jensson, 19.9.2012 kl. 21:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þar að auki eru milljónir karlmanna sem neita sér viljandi um allt kynlíf.

Það hefur alltaf verið mögulegt og er það enn.

Jón Valur Jensson, 19.9.2012 kl. 21:42

3 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Þetta ku nú vera nýlegar uppgötvanir. Þess utan er nú ekki allt satt sem fyrir oss hefur verið haft. Vonandi verður þessu máli fylgt eftir og kannað í kjölinn. Trúaðir eða trúlausir, munum bara að trúa ekki neinu í blindni.

Steinar Þorsteinsson, 19.9.2012 kl. 21:50

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Dr. Karen King prófessor er snjöll og afar virtur fræðimaður á sínu sviði. Rannsóknir hennar og margra fleiri hafa hjálpað til við að varpa ljósi á þá hugmyndalegu gerjun sem átti sér stað á mótunartíma frum- og fornkristni og úr hvaða jarðvegi helgirit kristni eru sprottin og þar með kristin (kaþólsk) trú.

Kristinn Snævar Jónsson, 20.9.2012 kl. 00:55

5 identicon

Hann hefur varla verið giftur, hann var ekki einu sinni til í alvörunni.
En þetta gefur innsýn í þessar Jesú sögur allar.. þær komu líka árhundruðum eftir meintan dauða hans.. fólk var að skálda, simple as that :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband