Skiptir það máli!

Já, það skiptir máli. Þó að við teljum okkur ekki hafa neina vigt í hinu stærra samhengi þá er það samt að mínu áliti ekki gott að allar upplýsingar um mann liggi fyrir til nota fyrir þá sem vilja. Ekki þarf endilega að ganga út frá því að einhverjir vilji nota þær upplýsingar sem við gefum af okkur sjálfviljug til illra verka, en allur er varinn góður. Því bæði eru það stjórnvöld ríkja sem þarna geta safnað upplýsingum um þegna sína og athafnir þeirra eins líka hin ýmsu fyrirtæki sem kaupa sér aðgang að stórum hópi fólks, draumum þeirra og athöfnum, sem geta þá nýst þeim í útfarinni auglýsingamennsku sem beint er að líklegum viðskiptavinum úr hópnum. En skiptir þetta máli, flestir virðast telja það hið besta mál, að persónuupplýsingarnar séu eitthvað sem sé allt í lagi að séu opinberar. Jú, það getur vel verið, engum dettur í hug að fara að nota upplýsingar um â "mig" í skuggalegum tilgangi. Og vel má það vera, við skiptum kannski engu máli, en ættum við ekki að íhuga þetta aðeins. Upplýsingar eru völd, engin ástæða til að gefa þær frá sér án umhugsunar.
mbl.is Fáir nota öryggistæki á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband