Mánageislar...............upplýst kennd.

Mánageislarnir smjúga letilega gegnum þykkni skýjanna.
Í huga mínum fer fram uppgjör við hið gamla lífseiga en úr sér gengna siðferismat, siðferðismat lágstéttarmannsins, blindingslega þjónkun við ráðandi fjármálamógula, botnlaust strit fyrir smáeyri. Uppgjör við meint menntunarleysi, minnst gatna sem ferðast hefur verið eftir til gagns og oft gamans, aðrar götur en hinn marglofaði orðum skrýddi menntavegur.
Lesvegurinn gegnum orðskrúð, marglit ljóð, prósa stóran sterkan, liðlegan útrennandi með snúnu tvisti og fallega máluðum sviðsmyndum, hyldjúpum með lítilli týru í niðadimmum skúmaskotum, klífandi upp úr holunni, með stefnu á fjallið, til munkanna með ómfögru möntrurnar, til að komast loks í nánd við guðdóminn ~ hið innra.

Hin vaknandi vitund breiðir úr sér, lýsist upp eins og dögun hinna nýju tíma komandi og ástin umvefur allt.

©Steinart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband