Viðtekið verklag.

Ekkert nýtt við baktjaldamakk í Íslenskum stjórnmálum. Og flestir ættu nú þegar að gera sér grein fyrir því að í gegnum EES samningin höfum við verið að taka inn reglugerðirnar eina af annari og erum nú þegar langt komin með það. En vonandi fáum við kjósendur að greiða atkvæði um aðild eða ekki aðild. Alþingi standi við það fyrirheit.
mbl.is Samið fyrirfram um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála... kjósa um samninginn þegar hann lyggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 00:47

2 Smámynd: Sólbjörg

Það verður aldrei lagÐur fram neinn samningur til að skoða - eftir aðlögunina að regluverki ESB þá erum við samþykkt -búið. Þetta er bara one way ticket.

Eftir að Noregur var með þetta vesen og hafnaði aðild tvisvar í kosningum og ef rétt er vegna miklar óreiðu á regluverki austantjaldslandanna var reglunum breytt. Kosningar eru skrípaleikur sem stjórnin mun hlægja að. Munið að stjórnin lagði fram breytingatilögu að kosningarnar um ESB eiga eingöngu að vera leiðbeinandi.

ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ NÚ ÞEGAR ER VITAÐ OG LÖNGU ÁKVEÐIÐ AÐ KOSNINGUM UM AÐILD AÐ ESB VERÐUR HENT Í RUSLIÐ!

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 10:56

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sólbjörg...

Hvað nákvæmelga er verið að aðlaga hérna á Íslandi?

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 11:18

4 Smámynd: Sólbjörg

Nýjasta eru nýjar reglur um merkingu matvæla, það var nú bara í fréttum í þessari viku. Stærsti hlutinn er ekki í fréttum. Fáðu upplýsingar t.d. hjá Umhverfisstofnun þeir geta sent þér lista yfir allar ESB reglugerðirnar sem við erum búin að taka upp og farin að starfa eftir. Svo getur þú gengið á röðina , Iðnstofnun.......o.s.fr. Reglugerðirnar eru ekki hæfar til refsingar eða sektar ef brotið er gegn þeim fyrr en formleg aðild er samþykkt.

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 12:07

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sólbjörg... þetta eru reglugerðir vegna veru okkar í EES.

Við hefðum þurft að taka þær upp.... burtséð frá ESB umsókninni.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 12:18

6 Smámynd: Sólbjörg

Nei ég er búin að kynna mér þetta og þetta er alrangt hjá þér. Reglugerðir þessar hafa ekkert með EES að gera, einhver hefur sagt þér ósatt!

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 13:05

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki "viðtekið verklag" (nema hjá VG) að semja um hluti, þvert á yfirlýsta stefnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband