Ónýtt peningakerfi.

Verða þjóðarleiðtogar innan Evrópusambandsins ekki einfaldlega að fara að horfast í augu við það að þessu peningakerfi verður ekki bjargað. Upp er runnin sú tíð að nú verði að taka djarfar ákvarðanir, afskrifa allan skuldapakkann og byrja upp á nýtt með nýjum gjaldmiðlum sem studdir eru af alvöru verðmætum. Peningar sem bankarnir (sem allir eru í einkaeign) búa til úr lofti einu saman, lána gegn ofurvöxtum, lán sem aldrei verður hægt að greiða upp, s.b. íbúðalán á Íslandi sem dæmi. Þetta kerfi er komið að fótum fram og eina leiðin er að búa til nýtt sanngjarnt kerfi án vaxta. Þjóðríki geta búið til sinn eigin gjaldmiðil,losað sig undan einkabönkum og farið að vinna með þegnum landa sinna í stað þess að stjórnast af gjörspilltum bankaeigendum. Hingað og ekki lengra takk, opnum augun og breytum vonlausu kerfi til hins betra.
mbl.is Titringur fyrir leiðtogafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- æðislegt að sjá loksins einhverja vitræna umfjöllun og tímabær tilmæli !

Svo hjartanlega sammála þér!

Hafðu allar mínar þakkir fyrir :D

Vilborg Eggertsdóttir, 26.10.2011 kl. 00:02

2 Smámynd: Björn Emilsson

Skelfing er að heyra.  Hversvegna leita þessir leiðtogar 4. ríkisins ekki á náðir Steingríms J. Hann hefur áreiðanlega svar á reiðum höndum. Færi létt með að koma málum í lag á 3 vikum,  fengi hann að ráða.

Björn Emilsson, 26.10.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband