SKYNVÍKKUN! (Prósi)

Skynvíkkun.
Gengur um dyr, yfir í hina víddina.
Minni sem heyrði í texta frá sjöunda áratugnum.
Fólk gekk um í leiðslu, söng um frið, blómum skrýtt.
Andóf gegn stríðsrekstri, svo féll hreyfingin á eigin bragði.
Of mikið dóp, rokk og ról.
Í dag er þetta fólk sú kynslóð sem lagði hornsteininn að
hinum mikla "uppakúltúr".
Gleymdi byltingunni sinni, gafst upp á að breyta kerfinu
og sameinaðist því.
Ó, þessar litlu sætu byltingar, unglingar að stíga fyrsu
skrefin inn í fullorðinsárin.
 
Eftir stendur sýrutónlistin, frægar sögur af rokkgoðum
sem lifðu hátt, stutt og brjálæðislega.
Dóu á niðurfallinu.
Jú, settu X í söguna, hafa verið tilefni til margra heilabrota
um tilgang og gildi lífsins.
Til að taka t.d. hvort er betra að lifa lengi og viðburðarlaust,
eða hratt og hátt í einum viðburðarríkum blossa! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband